Pöntunarupplýsingar

Klif ehf – Skilmálar og meðferð persónuupplýsinga

Um vefverslunina Klif.is

Klif ehf er yfir 50 ára gamalt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á rafsuðuvörum, auk nokkura annara vöruflokka. Hjá vefverslun Klif.is getur þú keypt ákveðinn hluta vöruúrvals sem finna má í verslun okkar að Hjallahrauni 8 í Hafnarfirði. Ef þú finnur vöruna ekki á vefnum, þá endilega bjallaðu í okkur, því hún gæti leynst samt á lager hjá okkur.

Eftirfarandi skilmálar gilda um vefverslunina.

 • Seljandi í vefverslun er Klif ehf. Hjallahrauni 8, 220 Hafnarfirði, Kennitala: 550366-0109, virðisaukaskattsnúmer 00118. Klif ehf er skráð í Firmaskrá Íslands. Kaupandi er sá sem er skráður kaupandi á reikningi/kvittun vefverslunarinnar.
 • Skilmáli þessi er grunnurinn að viðskiptum milli kaupanda og seljanda, og er staðfestur af kaupanda við kaup og/eða pöntun (B2B) á vefverslun Klif.
 • Við kaup á vörum er farið eftir íslenskum lögum er þar um gilda.
 • Kaup/pöntun er bindandi eftir að kaupandi hefur ýtt á staðfesta/kaupa hnapp í vefverslun.
 • Ef svo vill til að vara er ekki til á lager, uppseld eða ekki hæf til afhendingar, mun starfsmaður Klif láta viðkomandi vita og draga fjárhæð vörunnar af kaupunum+
 • Allar upplýsingar um vöru, þar með talið verð, eru birtar með fyrirvara um bilanir, vírusa og innsláttarvillur í texta, verði og myndum. Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni.
 • Öll verð í vefverslun Klif ehf eru sýnd með 24% virðisaukaskatti (VSK). Athugið að verð geta breyst án fyrirvara, vegna verðbreytinga, rangra verðupplýsinga eða prentvillna.
 • Hægt er að greiða með kreditkorti á almennum vef. Upphæð greiðslukorts er skuldfærð um leið og notandi staðfestir kaup/pöntun á vefnum. Notast er við greiðslusíðu kreditkortafyrirtækis og er það undir því fyrirtæki komið hvenær færsla sést á yfirliti kaupanda. Á innskráðum hluta vefsins (B2B) sem krefur notanda um notandanafn og lykilorð, mun greiðsla verða skuldfærð skv. hefðum reikningsviðskipta og þeirra kjara er kaupandi og seljandi hafa áður stofnað til.
 • Seljandi afhendir vörur einungis innan Íslands. Sendingarkostnaður er frír á næsta pósthús. Klif ehf keyrir vörur út til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu án aukakostnaðar. Einungis er keyrt út á virkum dögum, á venjulegum opnunartímum, hvort sem heldur er til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu eða á næsta pósthús og er reynt er að keyra vörum út innan 24 tíma frá kaupum/pöntun. Ef um frídag/a er að ræða er pöntun á sér stað, þá er það 24 tímum eftir venjulegan virkan verslunardag. Ef afhendingu seinkar mikið mun Klif ehf upplýsa kaupanda um það. Ef kaupandi er ekki við til móttöku vörunnar er hún er keyrð út, getur kaupandi sótt hana í verslun Klif ehf næsta virka dag. Ef kaupandi sækir ekki vöruna innan 2ja vikna, þá áskilur Klif sér rétt til að selja vöruna öðrum kaupanda.
 • Hægt er að skila vöru og fá endurgreidd að fullu ef neðangreind skilyrði eru uppfyllt. Varan var keypt fyrir innan við 7 dögum, hún sé ónotuð, henni skal skilað í góðu lagi og í upprunalegum umbúðum, ásamt greiðslukvittun úr vefverslun. Skilafresturinn hefst þegar varan er afhent. Hægt er að endursenda vöru til Klif ehf eða koma í verslunina í Hafnarfirði. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema hann hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenta. Að öðru leyti vísast til íslenskra laga.
 • Ef að varan er gölluð eða það vantar eitthvað í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni. Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega og skal berast innan 30 daga frá kaupum. Við skil á vörum vegna galla skal farið eftir íslenskum neytendalögum. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð. Skemmdir eftir að vara hefur verið afhent er á kostnað kaupanda. Allar skemmdir á vörum af hendi flutningsaðila áður en vara er afhent eru á þeirra ábyrgð.
 • Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Mál sem kunna að rísa út af honum skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Þú ert ekki með neinar vörur í körfunni þinni

Karfan þín

Þú ert ekki með neinar vörur í körfunni þinni