Hágæðavín frá Maison Dosnon og Maison Lou Dumont

Klif ehf er innflutningsaðili tveggja hágæða vínframleiðanda. Vínin fara ekki öll í hillur ÁTVR, en eru fáanleg á völdum stöðum á Íslandi og sum hver í netverslun ÁTVR.

Sjá einnig: Víndropar á Facebook

 

Maison Dosnon - Champagne

Maison Dosnon er lítið fjölskylduhús staðsett í bænum Avirey-Lingey í hjarta Côte des Bar, sem er syðst í kampavínshéraðinu í Frakklandi. Þar eru framleiddar 50-55.000 flöskur árlega af náttúrulegu kampavíni með engum aukaefnum. Kampavínið er geymt á eikartunnum, sem eru sérvaldar af víngerðarmeisturum Dosnon, til að tryggja framúrskarandi bragð og gæði. Þrúgurnar eru Pinot Noir og Chardonnay. Meðalaldur þrúgunnar er 25-30 ár og vínviðurinn vex á grófum kalksteini. Vínhúsið Champagne Dosnon stundar sjálfbæra framleiðslu (sustainable farming). Dosnon kampavín er einstaklega bragðgott og gefur skemmtilega stemningu við hvers konar tækifæri.

Sjá úrval í ÁTVR: Dosnon kampavín

Vefsíðan þeirra: www.champagne-dosnon.com

Dosnon á Instagram: www.instagram.com/champagnedosnon/

 

Maison Lou Dumont - rautt og hvítt

Maison Lou Dumont er lítið fjölskylduhús staðsett í Gevrey-Chambertin norðarlega í Burgundy héraðinu, í Côte de Nuits. Þar er stunduð sjálfbær framleiðsla (sustainable farming). Maison Lou Dumont framleiðir um 70 þúsund flöskur af rauðvíni og hvítvíni á ári og allt geymt á eikartunnum. Gevrey-Chambertin er með flesta cuvey hektara af öllum víngerðarhektörum Burgundy héraðsins, og þykir framleiðsla þaðan með því besta sem gerist í heiminum. Vín frá Maison Lou Dumont eru verulega eftirsótt af söfnurum um allan heim. 

Sjá framleiðandann: Maison Lou Dumont á Facebook

Lou Dumont á Instagram: Maison Lou Dumont á Instagram 

 

 

Eikartunna

Karfan þín

Þú ert ekki með neinar vörur í körfunni þinni